Enski boltinn

Rush vill taka við landsliði Wales

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ian Rush fagnar deildarbikarmeistaratitli Liverpool árið 1995.
Ian Rush fagnar deildarbikarmeistaratitli Liverpool árið 1995. Nordic Photos / Getty Images

Ian Rush, fyrrum leikmaður Liverpool, er tilbúinn til þess að taka við þjálfun landsliðs Wales.

John Toshack hætti með liðið í síðasta mánuði og Brian Flynn, þjálfari U-21 landsliðs Wales, stýrði liðinu gegn Búlgaríu og Sviss á dögunum en báðir leikirnir töpuðust.

Þrátt fyrir það er talið að Flynn sé einn þeirra sem komi til greina að taka alfarið við starfinu.

„Það væri mjög erfitt að hafna þessu tækifæri," sagði Rush við breska fjölmiðla. „Það verða margir sem munu hafa áhuga á þessu starfi."

„Þetta er erfitt verkefni, en ekki ómögulegt. Það er mikið af ungum leikmönnum í liðinu og ég vil að þeir fái að spila."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×