Willum Þór: Við erum mjög þéttir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2010 22:38 Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur. Mynd/Valli Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur hrósaði mikið baráttu sinna mann eftir 2-1 sigur á Fylki í kvöld í fyrsta heimaleik Keflavíkur í sumar sem fram fór á á Njarðtaksvellinum í Njarðvík. „Þetta var mikill slagur og mikill baráttuleikur á móti frábæru Fylkisliði sem byrjaði leikinn betur. Mér er efst í huga núna hvernig liðið okkar vann sig inn í leikinn," sagði Willum Þór. „Við áttum erfitt uppdráttar í byrjun og við vissum að þeir kæmu til leiks með mikill ákefð. Við bjuggum okkur undir það en við náðum ekki tökum á því í byrjun. Liðið inn á vellinum talaði sig saman og vann sig í gegnum það," sagði Willum. „Við sköpuðum okkur þetta fyrsta færi sem skilaði okkur víti og marki. Eftir það jafnaðist þetta og við héldum forustunni út hálfleikinn. Ég hefði viljað sjá okkur halda henni lengur út í seinni hálfleikinn en mér fannst við koma frískir út í seinni hálfleik og sköpuðum okkur færi á upphafsmínútunum. Þeir jafna og þá hefðu margir koðnað. Við nýttum þá okkur það að þeir höfðu fjölgað frammi, losað um á miðjunni og leikurinn hafði opnast. Við nýttum okkur það og sköpuðum okkur annað mark," sagði Willum. Willum Þór hefur þétt mikið varnarleik Keflavíkurliðsins og hann segir að þar hafi hann tekið liðið aðeins í gegn í vetur. „Þetta er ákvörðun sem við tókum sem hópur og við erum að vinna með heildræna varnarhugsun. Ég er mjög ánægður með hvernig menn bregðast við því," sagði Willum. „Það sem hefur einkennt þessa þrjá leiki okkar í upphafi móts er mikil barátta. Það eru allir að berjast grimmilega fyrir stigunum og að koma sér af stað í mótinu. Mótið á eftir að ná meira jafnvægi sóknarlega hjá öllum liðum," segir Willum. Tvær gullsendingar Guðmundar Steinarssonar sköpuðu mörk Keflavíkur í leiknum, sú fyrra spilaði Paul McShane einn í gegn og hann fiskaði víti og hin síðari spilaði Magnús Þorsteinsson í gegn og hann skoraði sigurmarkið í leiknum. Guðmundur Steinarsson skoraði sjálfur fyrra markið úr vítinu. „Guðmundur hefur gríðarlega hæfileika og þess á milli er hann mjög vinnusamur og lunkinn í að loka sendingarlínum. Þegar hann fær plássið þá er hann með mjög góða sýn á leikinn og mikinn leiksskilning. Hann er mjög skapandi með sendingum og er síðan fyrsta flokks í aukaspyrnum og hornum enda mjög góður spyrnumaður," segir Willum. Haraldur Guðmundsson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson eru að leika vel í miðvarðarstöðunum hjá Keflavík og það fer ekki mikið í gegnum þá. „Þeir eru kjölfestan í vörninni og svo erum við með fljóta bakverði. Það er mjög mikilvægt að þessir fjórir vinni vel saman og svo Ómar á bak við þá. Við höfum unnið mjög vel með það í vetur og svo er Bógi (Hólmar Örn Rúnarsson) að spila stöðu sem hefur ekki alltaf verið staðan hans. Hann er fyrir framan vörnina og fær ekki alveg hrósið og klappið en er að spila þá stöðu feykilega vel. Við erum mjög þéttir," segir Willum. „Þetta er bara rétt að byrja. Við erum kátir með að fá þrjú stig í dag og þakklátir fyrir það. Ég fyrst og fremst ánægður með baráttuna í liðinu, ef við höldum sjó í því og erum tilbúnir að berjast grimmilega í hverjum leik þá getum við fikrað okkur upp töfluna. Það er megnið af mótinu eftir og það þarf að slást fyrir öllum stigunum," sagði Willum að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur hrósaði mikið baráttu sinna mann eftir 2-1 sigur á Fylki í kvöld í fyrsta heimaleik Keflavíkur í sumar sem fram fór á á Njarðtaksvellinum í Njarðvík. „Þetta var mikill slagur og mikill baráttuleikur á móti frábæru Fylkisliði sem byrjaði leikinn betur. Mér er efst í huga núna hvernig liðið okkar vann sig inn í leikinn," sagði Willum Þór. „Við áttum erfitt uppdráttar í byrjun og við vissum að þeir kæmu til leiks með mikill ákefð. Við bjuggum okkur undir það en við náðum ekki tökum á því í byrjun. Liðið inn á vellinum talaði sig saman og vann sig í gegnum það," sagði Willum. „Við sköpuðum okkur þetta fyrsta færi sem skilaði okkur víti og marki. Eftir það jafnaðist þetta og við héldum forustunni út hálfleikinn. Ég hefði viljað sjá okkur halda henni lengur út í seinni hálfleikinn en mér fannst við koma frískir út í seinni hálfleik og sköpuðum okkur færi á upphafsmínútunum. Þeir jafna og þá hefðu margir koðnað. Við nýttum þá okkur það að þeir höfðu fjölgað frammi, losað um á miðjunni og leikurinn hafði opnast. Við nýttum okkur það og sköpuðum okkur annað mark," sagði Willum. Willum Þór hefur þétt mikið varnarleik Keflavíkurliðsins og hann segir að þar hafi hann tekið liðið aðeins í gegn í vetur. „Þetta er ákvörðun sem við tókum sem hópur og við erum að vinna með heildræna varnarhugsun. Ég er mjög ánægður með hvernig menn bregðast við því," sagði Willum. „Það sem hefur einkennt þessa þrjá leiki okkar í upphafi móts er mikil barátta. Það eru allir að berjast grimmilega fyrir stigunum og að koma sér af stað í mótinu. Mótið á eftir að ná meira jafnvægi sóknarlega hjá öllum liðum," segir Willum. Tvær gullsendingar Guðmundar Steinarssonar sköpuðu mörk Keflavíkur í leiknum, sú fyrra spilaði Paul McShane einn í gegn og hann fiskaði víti og hin síðari spilaði Magnús Þorsteinsson í gegn og hann skoraði sigurmarkið í leiknum. Guðmundur Steinarsson skoraði sjálfur fyrra markið úr vítinu. „Guðmundur hefur gríðarlega hæfileika og þess á milli er hann mjög vinnusamur og lunkinn í að loka sendingarlínum. Þegar hann fær plássið þá er hann með mjög góða sýn á leikinn og mikinn leiksskilning. Hann er mjög skapandi með sendingum og er síðan fyrsta flokks í aukaspyrnum og hornum enda mjög góður spyrnumaður," segir Willum. Haraldur Guðmundsson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson eru að leika vel í miðvarðarstöðunum hjá Keflavík og það fer ekki mikið í gegnum þá. „Þeir eru kjölfestan í vörninni og svo erum við með fljóta bakverði. Það er mjög mikilvægt að þessir fjórir vinni vel saman og svo Ómar á bak við þá. Við höfum unnið mjög vel með það í vetur og svo er Bógi (Hólmar Örn Rúnarsson) að spila stöðu sem hefur ekki alltaf verið staðan hans. Hann er fyrir framan vörnina og fær ekki alveg hrósið og klappið en er að spila þá stöðu feykilega vel. Við erum mjög þéttir," segir Willum. „Þetta er bara rétt að byrja. Við erum kátir með að fá þrjú stig í dag og þakklátir fyrir það. Ég fyrst og fremst ánægður með baráttuna í liðinu, ef við höldum sjó í því og erum tilbúnir að berjast grimmilega í hverjum leik þá getum við fikrað okkur upp töfluna. Það er megnið af mótinu eftir og það þarf að slást fyrir öllum stigunum," sagði Willum að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira