Íslenski boltinn

Kristinn Guðbrandsson aðstoðar Ólaf

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ólafur Þórðarson lætur í sér heyra.
Ólafur Þórðarson lætur í sér heyra.

Kristinn Guðbrandsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Ólafs Þórðarsonar, þjálfara Fylkis. Páll Einarsson sinnti því hlutverki í fyrra en hann er nú aðalþjálfari Þróttar.

Ólafur Stígsson hefur verið aðstoðarþjálfari í vetur en gat ekki sinnt því starfi áfram vegna anna.

Kristinn lék í mörg ár í vörn Keflavíkur og var síðar aðstoðarþjálfari meistaraflokks félagsins eftir að ferli hans lauk. Í fyrra stýrði hann Víkingi Ólafsvík í 1. deildinni en var rekinn um mitt sumar eftir dapurt gengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×