Enski boltinn

Holloway ætlar að halda Blackpool uppi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ian Holloway eftir leikinn í gær.
Ian Holloway eftir leikinn í gær. Nordic Photos / AFP
Ian Holloway, stjóri Blackpool, ætlar að gera allt sem hann getur til að halda liðinu upp í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Blackpool tryggði sér í gær sæti í deildinni með 3-2 sigri á Cardiff í úrslitaleik umspilskeppni ensku B-deildarinnar. Leikurinn fór fram á Wembley-leikvanginum.

„Það eru mismunandi deildir í þessari deild," sagði Holloway eftir sigurinn í gær. „Wolves tókst að halda sér uppi og það hefur öðrum liðum tekist líka."

„Við munum halda áfram að byggja upp þetta félag og það er frábært fyrir okkur að komast upp. Það er sama hvað gerist, þetta er besta deild í heimi. Liðin í þessari deild hafa risavaxið forskot á okkur en við skulum sjá til."

Blackpool spilaði síðast í efstu deild á Englandi árið 1971.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×