Enski boltinn

Capello styður ákvörðun Terry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, styður ákvörðun John Terry að taka sér hvíld frá knattspyrnu á meðan að hann nær sér góðum af meiðslum sem hafa verið að plaga hann.

Terry hefur verið að spila meiddur undanfarna mánuði en tekið verkjalyf svo að hann geti spilað bæði með Chelsea og enska landsliðinu. Talið er að hann verði frá í einhverja mánuði vegna meiðslanna.

„Þetta er góð ákvörðun," sagði Capello við enska fjölmiðla. „Ég las að hann verði frá í langan tíma en hann hefur spilað marga leiki með aðstoð verkjalyfja."

„Ég hef rætt þetta við hann nokkrum sinnum og spurt hvort að hann geti spilað. Það er ekki hægt að spila á verkjalyfjum endalaust," bætti landsliðsþjálfarinn við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×