Fótbolti

Gunnleifur: Tek þriðja markið á mig

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Atvikið afdrifaríka hjá Gunnleifi. Mynd/Vilhelm
Atvikið afdrifaríka hjá Gunnleifi. Mynd/Vilhelm

„Ég tek þriðja markið alfarið á mig og þetta var einbeitingarleysi hjá mér," sagði Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Íslands. Hann gat lítið gert við fyrstu tveimur mörkum Portúgala en gerði slæm mistök í þriðja markinu sem varð til þess að Heldar Postiga skoraði auðveldlega.

„Portúgalar komu okkur ekkert á óvart, mér fannst við verjast nokkuð vel og börðust af krafti. Við hefðum eflaust getað tekið betur á þeim og reynt að koma í veg fyrir að þeir fengju þessar hættulegu aukaspyrnur. Það þýðir hins vegar lítið annað en að horfa fram á veginn," sagði Gunnleifur sem varði tvívegis mjög vel í marki Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×