Enski boltinn

Broughton: Leitaði út um allan heim að öðrum Abramovich

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Broughton.
Martin Broughton. Mynd/Nordic Photos/Getty
Martin Broughton, stjórnarformaður Liverpool sagði í viðtali við ESPNsoccernet, að hann hefði gert dauðaleit um allan heim af öðrum Abrahamovic til þess að leiða Liverpool út úr fjárhagsvandræðinum sinum.

„Við leituðum út um allan heim af eigenda eins og þeim sem komu til Chelsea og Manchester City. Ég taldi að vegna sögu, hefðar, arfleiðar og vinsælda félagsins út um allan heim þá myndi mér takast það. Ég vildi fá eiganda sem vildi gera allt til þess að vinna titla en eftir að hafa leitað út um allan heim þá komst ég að því að það eru ekki til fleiri menn eins og Roman Abramovich í heiminum í dag," sagði Martin Broughton.

Martin Broughton viðurkenndi einnig í öðrum miðlum í gær að hann óttaðist eins og fleiri að salan á félaginu til eiganda bandaríska hafnarboltaliðsins Boston Red Sox myndi ekki ganga í gegn áður en risalán félli á félagið og þvingaði það í gjaldþrot. Það hefði hrikalega afleiðingar og myndi um leið þýða að Liverpool missti níu stig sem er meira en liðið hefur í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×