Enski boltinn

Malouda vill enda ferilinn sinn í Brasilíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Florent Malouda.
Florent Malouda. Mynd/Nordic Photos/Getty
Florent Malouda, leikmaður Chelsea og franska landsliðsins, dreymir um að enda knattspyrnuferilinn í mekka fótboltans í Brasilíu. Malouda hefur sett stefnuna á að spila með Frökkum á HM 2014.

Florent Malouda er þrítugur og hefur spilað frábærlega með Chelsea í fyrstu sjö umferðunum í ensku úrvalsdeildinni og er þegar búinn að skora sex mörk.

„Ég mun líklega enda ferilinn minn í Evrópu með Chelsea og það lítur út fyrir að það gæti orðið eftir HM 2014. Eftir það væri það mjög gaman að geta endað ferilinn á því að spila í mekka fótboltans í Brasilíu með liði eins og Flamengo eða Vasco da Gama," sagði Florent Malouda í viðtali við Sun.

„Það væri algjör draumur að fá að spila í alvöru Rio-derbyleik eða öðrum slíkum toppleik í Brasilíu. Ég held að andrímsloftið þar sé engu líkt," sagði Malouda.

Florent Malouda ber nú fyrirliðabandið hjá franska landsliðinu en hann tók við því af Patrice Evra um leið og Laurent Blanc tók við landsliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×