Enski boltinn

Kári hafði betur gegn Guðlaugi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðlaugur Victor á landsliðsæfingu.
Guðlaugur Victor á landsliðsæfingu.

Kári Árnason var í liði Plymouth og Guðlaugur Victor Pálsson í liði Dagenham & Redbridge er liðin mættust í ensku C-deildinni í kvöld. Kári og félagar höfðu betur, 2-1. Báðir léku allan leikinn.

Jóhannes Karl Guðjónsson sat allan tímann á bekknum er Huddersfield rúllaði yfir Milton Keynes Dons, 4-1.

Ármann Smári Björnsson spilaði síðustu sjö mínúturnar fyrir Hartlepool sem vann góðan útisigur gegn Tranmere, 0-1.

Huddersfield er í fjórða sæti deildarinnar.  Hartlepool er í fjórtánda, Plymouth fimmtánda en Dagenham & Redbridge er í þriðja neðsta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×