Enski boltinn

Rooney-hjónin eyddu jóladegi í Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney-hjónin.
Rooney-hjónin.

Árið hefur verið stormasamt hjá Rooney-hjónunum en þau komust í gegnum fárviðrið og eru nánari en nokkru sinni fyrr. Þau blésu til mikillar fjölskylduveislu í gær.

Þá fóru Wayne og Coleen til Liverpool og leigðu flotta svítu fyrir jólaboð. Þangað komu foreldrar Coleen og systir hennar, Rosie.

Þetta var síðasta tækifæri fjölskyldunnar til að vera saman í bili því Wayne þarf að spila mikinn fótbolta næstu daga en Coleen notar tækifærið og fer í lúxussiglingu með fjölskylduna í karabíska hafinu en Wayne greiðir fyrir ferðina.

Það eru því einmannalegir dagar fram undan hjá Wayne sem vonast eftir því að finna markaskóna um jólin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×