Enski boltinn

Redknapp ekki ánægður með formið á Van der Vaart

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Þó svo Hollendingurinn Rafael van der Vaart hafi farið á kostum með Tottenham síðan hann kom til félagsins frá Real Madrid er stjóri Spurs, Harry Redknapp, ekki alveg sáttur.

Hann vill nefnilega að Van der Vaart komist í betra form svo hann geti klárað 90 mínútur á fullu gasi. Redknapp finnst Van der Vaart nefnilega hverfa í lok leikja.

"Hann verður að komast í betra form og venjast því að spila fullar 90 mínútur í ensku úrvalsdeildinni. Hann er frábær leikmaður en mér finnst hann klára tankinn of snemma," sagði Redknapp.

Hollendingurinn hefur verið lítillega meiddur en ætti að geta spilað um helgina.

"Hann ætti að vera í lagi fyrir helgina. Hann varð þreyttur í síðasta leik og hvarf. Þið sáuð það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×