Íslenski boltinn

Selfoss fékk tíu milljónir frá KSÍ

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Selfyssingurinn Sævar Þór Gíslason.
Selfyssingurinn Sævar Þór Gíslason.
Selfoss fékk 10 milljónir króna úr Mannvirkjasjóði KSÍ fyrir nýjan grasvöll sinn og áhorfendastúku. Þetta er hæsta upphæð sem Mannvirkjasjóður úthlutar í þetta sinn en alls fengu 12 verkefni samtals 31 milljón til mannvirkjagerða.

Fjögur félög úr Pepsi-deildinni fá peninga en þetta er í þriðja skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum. Nítján félög sóttu um styrk í sjóðinn.

Þá úthlutar sjóðurinn sjálfum sér einni milljón til þess að gera upphitunartilraun á grasvöllum.

Sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.

Úthlutanir úr Mannvirkjasjóði KSÍ 2010



Félag Verkefni Styrkveiting



Fjarðabyggð (Framkvæmdir við Eskifjarðarvöll) - 2.000.000 kr

Hamar (Stúka með 150 sætum við Grýluvöll) - 500.000 kr.

Selfoss (Nýr grasvöllur og áhorfendastúka) - 10.000.000 kr.

Kormákur (Gras á malarvöll) - 1.000.000 kr.

Haukar (Stúkubygging við gervigrasvöll) - 2.000.000 kr.

Magni (Endurnýjun keppnisvallar-nýtt æfingasvæði) - 2.000.000 kr.

Keflavík (Endurnýjun keppnisvallar-nýtt æfingasvæði) - 5.000.000 kr.

Njarðvík (Áhorfendastúka við Njarðtaksvöll) - 3.000.000 kr.

Sindri (Gervigrasvöllur - æfingaaðstaða) - 3.000.000 kr.

Grindavík (Viðbygging við búningsklefum) - 1.000.000 kr.

Hvöt (Framkvæmdir við Blönduósvöll) - 500.000 kr.

Landbúnaðarháskólinn (Upphitunartilraun á grasvöllum) - 1.000.000 kr.



Samtals 31.000.000 kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×