Enski boltinn

Hodgson: Poulsen hefur verið slakur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hefur greint frá því að Daninn Christian Poulsen sé niðurbrotinn maður yfir því hversu lélegur hann hefur verið í upphafi tímabils.

Poulsen kom til Liverpool frá Juventus í sumar og hefur verið svo lélegur að einhverjir stuðningsmenn Liverpool hafa baulað á hann. Honum var ætlað að leysa Javier Mascherano af hólmi en það hefur gengið illa.

Poulsen hefur spilað 12 leiki fyrir Liverpool en ekki verið í byrjunarliðinu síðan í byrjun október.

"Ég get því miður ekki gert neitt vegna hegðunar áhorfenda sem eru ekki vitlausir og vita vel að hann hefur ekki verið góður. Það er bara staðreynd," sagði Hodgson.

"Hann hefur samt hæfileika og er góður varnarsinnaður miðjumaður. Hann er ekki slæmur á boltanum en við skulum ekki fegra það að byrjunin hefur ekki verið góð hjá honum. Þegar ég tók hann af velli í einum leik var hann niðurbrotinn maður því hann veit að hann er langt frá sínu besta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×