Enski boltinn

Barton: Ég hef ekkert breyst

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ólátabelgurinn Joey Barton er kominn í þriggja leikja bann eftir að hann tók upp á því að kýla Norðmanninn Morten Gamst Pedersen. Barton viðurkennir að hann berjist daglega við reiðina sem kraumi inn í sér.

Barton hefur verið duglegur við að koma sér í vandræði í gegnum tíðina og meðal annars þurft að sitja í steininum vegna slagsmála.

Leikmaðurinn hefur sótt sér aðstoð víða en hefur samt ekki enn tekist að vinna bug á ofbeldishneigð sinni.

"Það vita allir að ég á í vandræðum með skapið á mér og þess vegna reyna leikmenn andstæðinganna að æsa mig upp. Ég geri mér grein fyrir því en fólk spyr mig samt að því hvort ég hafi ekkert breyst? Svarið er nei. Svona er ég bara og er að vinna í því," sagði Barton.

"Ég er ekki breyttur maður því ég er einfaldlega svona. Það er eitthvað inn í mér og það er mér eðlislægt að slást. Ég mun halda áfram að vinna í mínum málum. Ég hef alltaf átt erfitt með að ráða við skapið í mér og það er ekki ásættanlegt þegar ég leyfi reiðinni að taka völdin eins og í leiknum gegn Blackburn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×