Erlent

Átök í Nígeríu eftir mannskæða sprengingu

Sprengin varð á markaði í Jos á aðfangadag. 32 létust.
Sprengin varð á markaði í Jos á aðfangadag. 32 létust.

Ofbeldi hefur brotist út í Jos í Nígeríu eftir sprengingu sem varð í þorpi nærri Jos á föstudaginn.

32 létust og 70 særðust í sprengingunni sem varð á fjölmennum markaði. Um er að ræða stríð á milli múslima og kristinna en átök þeirra á milli hafa orðið hundruð manns að bana undanfarin áratug.

Fregnir af ofbeldinu eru óljósar samkvæmt fréttavef Reuters en heimildir herma að varaforseti Nígeríu, Namadi Sambo, sé á leiðinni til svæðisins.

Forseti Nígeríu, Goodluck Jonathan, sagði á föstudaginn að ódæðismennirnir yrðu dregnir til ábyrgðar.

Átök á milli trúarhópanna hafa verið viðvarandi í Jos undanfarin áratug. Þannig voru blóðugar óreirðir á svæðinu árið 2001 og 2008.

Jos er í mið Nígeríu en mikil fátækt er á svæðinu. Íbúar Jos eru afar heittrúaðir en trúarbrögðin skarast á landinu þar sem múslimar eru norðan megin en hinir kristnu fyrir sunnan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×