Enski boltinn

Lampard meiddist aftur - frá í tvær til þrjár vikur í viðbót

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Lampard hefur verið upp í stúku í tvo mánuði.
Frank Lampard hefur verið upp í stúku í tvo mánuði. Mynd/Nordic Photos/Getty
Frank Lampard meiddist á æfingu í gær og verður því ekki með Chelsea um helgina. Lampard hefur ekki spilað með Chelsea síðan í 2-0 sigri á Stoke 28. ágúst síðastliðinn en hann fór þá í aðgerð vegna kviðslits.

Það var búist við því að Lampard myndi spila sinn fyrsta leik eftir meiðslin á móti Sunderland á sunudaginn en Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, tilkynnti það í dag að Lampard hefði meiðst á nára undir lok æfingar liðsins í gær.

Chelsea gaf síðan frá sér tilkynningu í dag þar sem að félagið segist búast við því að varafyrirliðinn verði frá í tvær til þrjár vikur til viðbótar við þá tvo mánuði sem hann hefur verið á meiðslalistanum.

Frank Lampard hefur aðeins spilað þrjá deildarleiki á þessu tímabili en Chelsea vann þá alla með markatölunni 11-0. Chelsea-liðinu hefur gengið ágætlega án hans enda með fjögurra stiga forskot á toppnum og búið að vinna alla leiki nema þrjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×