Fótbolti

Bannið hans Evra stendur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Bakvörðurinn Patrice Evra, sem var fyrirliði franska landsliðsins á HM, var ekki sáttur við fimm leikja bannið sem franska knattspyrnusambandið setti hann í eftir HM.

Bannið fékk hann fyrir sinn hlut í uppreisn leikmanna liðsins gegn þjálfaranum, Raymond Domenech.

Evra áfrýjaði úrskurðinum en það skilaði engu og hann þarf því að enn að vera utan hóps hjá landsliðinu.

Það gleður eflaust stjóra Man. Utd, Sir Alex Ferguson, sem heldur sínum manni ferskum á meðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×