Enski boltinn

Santa Cruz vill fara í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roque Santa Cruz á HM í sumar.
Roque Santa Cruz á HM í sumar. Nordic Photos / Getty Images
Framherjinn Roque Santa Cruz vill fara frá Manchester City í janúar næstkomandi. Þetta segir hann í samtali við spænska fjölmiðla í dag.

Santa Cruz hefur lítið fengið að spila með City síðan hann var keyptur til félagsins frá Blackburn fyrir 17,5 milljónir punda í fyrrasumar.

Hann átti fyrst um sinn við meiðsli að stríða en hefur afar fá tækifæri fengið síðan að Roberto Mancini tók við sem knattspyrnustjóri City.

„Það er mikil samkeppni um stöður í liðinu og ég legg mig mikið fram á æfingum á hverjum degi," sagði Santa Cruz sem er frá Paragvæ. „Samt fæ ég ekki að spila."

„Ég fæ ekki þær mínútur sem ég þarf til að fá að sanna mig og það er efst á mínum forgangslista að fara annað þegar að félagaskiptaglugginn opnar í janúar."

Helst vill hann koma til Spánar. „Ég er enn 29 ára gamall og á mér þann draum, eins og flestir frá Suður-Ameríku, að spila á Spáni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×