Enski boltinn

Cole skírir VIP-boxið sitt eftir fatalínu söngvara Oasis

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það eru ekki allir sem vita að Joe Cole, leikmaður Liverpool, og Liam Gallagher, söngvari Oasis, eru perluvinir. Svo miklir vinir eru þeir að Cole hefur skírt VIP-boxið sitt á Anfield eftir fatalínu Liam.

Boxið heitir Pretty Green Suite sem er einmitt nafnið á fatalínu Liam en hann reynir nú að koma sér á framfæri sem fatahönnuður.

Cole er mikill aðdáandi Oasis og hefur náð að mynda fínan vinskap við Liam á síðustu árum.

Liam er meðal annars þekktur fyrir að rústa hótelherbergjum en ólíklegt verður að telja að hann rústi þessu fína VIP-boxi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×