Enski boltinn

Wenger: Walcott orðinn miklu yfirvegaðari fyrir framan markið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theo Walcott.
Theo Walcott. Mynd/AP
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hrósaði framförunum hjá Theo Walcott eftir 4-0 sigur Arsenal á Newcastle í enska deildarbikarnum í gærkvöld. Theo Walcott skoraði tvö mörk í leiknum og hefur alls skorað 6 mörk í þremur byrjunarliðsleikjum sínum á tímabilinu.

„Hann er miklu yfirvegaðari fyrir framan markið. Theo hefur alltaf átt góð hlaup en hann er núna búinn að bæta fyrstu snertinguna sína og les leikinn líka betur," sagði Arsene Wenger við SkySports.

„Theo er búinn að leggja mikið á sig á þessu tímabili. Hann byrjaði tímabilið frábærlega en meidddist síðan. Það var greinilega á honum í dag að hann er tilbúinn á ný," sagði Wenger.

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Theo Walcott síðan að hann meiddist á ökkla í leik með enska landsliðinu 7. september en hann hafði komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum Arsenal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×