Meiðsli lykilmanna mikil fyrir HM Hjalti Þór Hreinsson skrifar 10. júní 2010 06:30 Ballack gengur um á hækjum þessa dagana. GettyImages Meiðsli setja strik í reikninginn hjá mörgum liðum í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem hefst á morgun. Lykilmenn margra liða þurfa að bíta í það súra epli að horfa á stærsta íþróttaviðburð ársins heima hjá sér. Fernando Torres var stærsta áhyggjuefni Evrópumeistara Spánar en hann virðist ætla að ná sér í tæka tíð. Ásamt honum á Andrés Iniesta við meiðsli að stríða en líklega geta báðir spilað í fyrsta leik riðlakeppninnar. Brasilíumenn eiga ekki í neinum vandræðum, þeir leika ekki fyrr en 15. júní og markmaðurinn Julio Cesar verður klár í slaginn þá. Sömu sögu er að segja af Argentínu. Enska landsliðið varð fyrir áfalli þegar Rio Ferdinand meiddist þegar hann var kominn til Suður-Afríku. Þá má ekki gleyma því að David Beckham er meiddur og væri í hópnum ef svo væri ekki. Gareth Barry er enn spurningamerki, meiðsli hans setja stórt strik í reikninginn þar sem enginn annar virðist geta spilað með Frank Lampard á miðjunni. Portúgal mun sakna Nani og Jose Bosingwa, Nani var arkitekt sóknarleiks þeirra ásamt Cristiano Ronaldo. Þá er það áfall fyrir Frakka að Lassana Diarra verður ekki með, hann var frábær sem varnarsinnaður miðjumaður í undankeppninni. Þá er Arjen Robben tæpur hjá Hollandi og aðal markaskorari Dana, Nicklas Bendtner er tæpur. Andrea Pirlo er einnig lykilmaður hjá Heimsmeisturunum, Ítölum. Hann er mjög tæpur fyrir allt mótið en er samt í hópnum. Svo mikils er hann metinn. Hugsanlegt er að hann geti spilað í síðasta leik riðlakeppninnar. Fyrirliði Þjóðverja verður ekki með, Michael Ballack. Þá vantar einnig Rene Adler sem hefði byrjað í markinu, Heiko Westermann sem hefði byrjað í vörninni og Simon Rofles sem hefði líklega byrjað á miðjunni með Ballack. Afríkuliðin eru heldur ekki heppin, hjá Ghana vantar Michael Essien, besta mann liðsins og fyrirliða. Didier Drogba er enn meiddur og óvíst er um þátttöku hans. John Obi Mikel verður ekki með Nígeríu, enn einn leikmaður Chelsea sem forfallast. Þá eru ýmsir fleiri menn tæpir fyrir fyrstu umferðina. Opnunarleikurinn á morgun verður leikur heimamanna og Mexíkó. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Meiðsli setja strik í reikninginn hjá mörgum liðum í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem hefst á morgun. Lykilmenn margra liða þurfa að bíta í það súra epli að horfa á stærsta íþróttaviðburð ársins heima hjá sér. Fernando Torres var stærsta áhyggjuefni Evrópumeistara Spánar en hann virðist ætla að ná sér í tæka tíð. Ásamt honum á Andrés Iniesta við meiðsli að stríða en líklega geta báðir spilað í fyrsta leik riðlakeppninnar. Brasilíumenn eiga ekki í neinum vandræðum, þeir leika ekki fyrr en 15. júní og markmaðurinn Julio Cesar verður klár í slaginn þá. Sömu sögu er að segja af Argentínu. Enska landsliðið varð fyrir áfalli þegar Rio Ferdinand meiddist þegar hann var kominn til Suður-Afríku. Þá má ekki gleyma því að David Beckham er meiddur og væri í hópnum ef svo væri ekki. Gareth Barry er enn spurningamerki, meiðsli hans setja stórt strik í reikninginn þar sem enginn annar virðist geta spilað með Frank Lampard á miðjunni. Portúgal mun sakna Nani og Jose Bosingwa, Nani var arkitekt sóknarleiks þeirra ásamt Cristiano Ronaldo. Þá er það áfall fyrir Frakka að Lassana Diarra verður ekki með, hann var frábær sem varnarsinnaður miðjumaður í undankeppninni. Þá er Arjen Robben tæpur hjá Hollandi og aðal markaskorari Dana, Nicklas Bendtner er tæpur. Andrea Pirlo er einnig lykilmaður hjá Heimsmeisturunum, Ítölum. Hann er mjög tæpur fyrir allt mótið en er samt í hópnum. Svo mikils er hann metinn. Hugsanlegt er að hann geti spilað í síðasta leik riðlakeppninnar. Fyrirliði Þjóðverja verður ekki með, Michael Ballack. Þá vantar einnig Rene Adler sem hefði byrjað í markinu, Heiko Westermann sem hefði byrjað í vörninni og Simon Rofles sem hefði líklega byrjað á miðjunni með Ballack. Afríkuliðin eru heldur ekki heppin, hjá Ghana vantar Michael Essien, besta mann liðsins og fyrirliða. Didier Drogba er enn meiddur og óvíst er um þátttöku hans. John Obi Mikel verður ekki með Nígeríu, enn einn leikmaður Chelsea sem forfallast. Þá eru ýmsir fleiri menn tæpir fyrir fyrstu umferðina. Opnunarleikurinn á morgun verður leikur heimamanna og Mexíkó.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira