Ég sker mig inn að beini 7. október 2010 13:00 einlægur Logi Geirsson leggur spilin á borðið í bók sem kemur út á sunnudaginn. „Þessi bók er eins einlæg og djúp og hægt er. Ég kemst ekki nær mér og sker mig inn að beini," segir handboltakappinn Logi Geirsson. Logi sendir frá sér bókina 10 10 10 - atvinnumannssaga Loga Geirssonar á sunnudaginn, en þá fagnar hann einnig 28 ára afmæli sínu. Í einum af athyglisverðari köflum bókarinnar fjallar Logi um æskuár sín á afar hispurslausan hátt, en hann var seinþroska sem hafði mikil áhrif á hann. Logi viðurkennir að það hafi farið um hann þegar hann las umræddan kafla, enda verður hann bráðum öllum aðgengilegur í bókinni. „Jú, jú, auðvitað er það erfitt," segir hann. „Þetta er það sem ég var að keppa við alla mína æsku. En ég er ekkert að fela þetta, enda kominn með skel utan um mig eins og fullorðinn maður. Þetta var stórt mál fyrir mig. Mig langaði að sýna fólki að ég er ekki bara maðurinn sem það sér í fjölmiðlum. Undir niðri eru allir viðkvæmar sálir." Logi telur að margir eigi eftir að finna sig í bókinni og að með henni sé hann að sýna gott fordæmi. „Það er gaman fyrir þá sem eru ekki bestir í yngri flokkunum að vita að maður á ekki að hætta, heldur fara sínar eigin leiðir," segir hann. „Mér fannst vanta svona bók. Það er stundum sagt að ef það er ekki til bók sem mann langar hrikalega að lesa sjálfur, þá skrifi maður hana bara sjálfur." Logi ítrekar að bókin sé ekki ævisaga heldur fjalli hún um atvinnumennskuna og allt sem tengist henni. „Ég tala miklu meira um erfiðleikana og tilfinninguna að vera atvinnumaður heldur en að fara yfir hvernig mér gekk í einstaka leikjum," segir hann. „Ég er ekki að tala um hvað ég skoraði mörg mörk, þó ég hrósi mér á einstaka stað í bókinni - það er bara eins og ég er." Þú telur ekki upp hvenær þú varst maður leiksins? „Nei, þetta eru skuggahliðarnar og það sem fólk sér ekki þegar það horfir á sjónvarpið og sér persónuna Loga Geirsson spila. Mig langar að sýna hvað er þarna á bak við. Allur undirbúningur, í hverju maður er að lenda rétt fyrir leiki." atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
„Þessi bók er eins einlæg og djúp og hægt er. Ég kemst ekki nær mér og sker mig inn að beini," segir handboltakappinn Logi Geirsson. Logi sendir frá sér bókina 10 10 10 - atvinnumannssaga Loga Geirssonar á sunnudaginn, en þá fagnar hann einnig 28 ára afmæli sínu. Í einum af athyglisverðari köflum bókarinnar fjallar Logi um æskuár sín á afar hispurslausan hátt, en hann var seinþroska sem hafði mikil áhrif á hann. Logi viðurkennir að það hafi farið um hann þegar hann las umræddan kafla, enda verður hann bráðum öllum aðgengilegur í bókinni. „Jú, jú, auðvitað er það erfitt," segir hann. „Þetta er það sem ég var að keppa við alla mína æsku. En ég er ekkert að fela þetta, enda kominn með skel utan um mig eins og fullorðinn maður. Þetta var stórt mál fyrir mig. Mig langaði að sýna fólki að ég er ekki bara maðurinn sem það sér í fjölmiðlum. Undir niðri eru allir viðkvæmar sálir." Logi telur að margir eigi eftir að finna sig í bókinni og að með henni sé hann að sýna gott fordæmi. „Það er gaman fyrir þá sem eru ekki bestir í yngri flokkunum að vita að maður á ekki að hætta, heldur fara sínar eigin leiðir," segir hann. „Mér fannst vanta svona bók. Það er stundum sagt að ef það er ekki til bók sem mann langar hrikalega að lesa sjálfur, þá skrifi maður hana bara sjálfur." Logi ítrekar að bókin sé ekki ævisaga heldur fjalli hún um atvinnumennskuna og allt sem tengist henni. „Ég tala miklu meira um erfiðleikana og tilfinninguna að vera atvinnumaður heldur en að fara yfir hvernig mér gekk í einstaka leikjum," segir hann. „Ég er ekki að tala um hvað ég skoraði mörg mörk, þó ég hrósi mér á einstaka stað í bókinni - það er bara eins og ég er." Þú telur ekki upp hvenær þú varst maður leiksins? „Nei, þetta eru skuggahliðarnar og það sem fólk sér ekki þegar það horfir á sjónvarpið og sér persónuna Loga Geirsson spila. Mig langar að sýna hvað er þarna á bak við. Allur undirbúningur, í hverju maður er að lenda rétt fyrir leiki." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira