Enski boltinn

Gazza aftur tekinn ölvaður undir stýri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Paul Gascoigne virðist fyrirmunað að halda sig frá vandræðum. Hann var handtekinn um helgina handtekinn ölvaður undir stýri. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem hann er gripinn drukkinn á bíl.

Hann var tekinn klukkan þrjú aðfararnótt laugardags eftir að vegfarendur bentu lögreglu á óeðlilegt aksturslag kappans.

Gazza á enn eftir að mæta fyrir rétt vegna hinnar handtökunnar. Þá var hann gripinn í tvígang sömu helgina.

Hann var þá í veiðiferð með félaga sínum og var þeim félögum einnig kastað út af hóteli eftir að hafa rústað hótelherbergi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×