Enski boltinn

Ferguson: Berbatov ekki að fara neitt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dimitar Berbatov í leik með Manchester United.
Dimitar Berbatov í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir það algjöra fásinnu að halda því fram að Dimitar Berbatov sé á leið frá félaginu nú í sumar.

„Hann verður ekki seldur - það er pottþétt," sagði Ferguson. „Á hverju ári þarf Manchester United að takast á við orðróma af þessu tagi en við verðum bara að lifa við það. Við vitum að Dimitar er góður leikmaður og hann verður með okkur á næstu leiktíð."

Hann segir að leikmannahópur liðsins sé vel skipaður. „Það þarf ekki að styrkja hann mikið. Vandamálið í ár var bara það að við misstum sextán leikmenn í meiðsli."

Berbatov hefur að undanförnu verið orðaður við AC Milan og Bayern München í fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×