Enski boltinn

Sérfræðingar skoða Wembley

Elvar Geir Magnússon skrifar

Hæstráðendur á Wembley-leikvangnum munu hitta grasvallasérfræðinga eftir helgi til að reyna að finna lausn á ástandi vallarins. Mikið var kvartað yfir þessum þjóðarleikvangi Englendinga eftir undanúrslitaleikina í bikarnum um síðustu helgi.

Leikmenn áttu erfitt með að standa í lappirnar og er talið líklegt að það þurfi að taka upp núverandi undirlag og skipta algjörlega um grasflöt. Það yrði þá gert fyrir úrslitaleik bikarsins.

Alls hefur tíu sinnum verið skipt um gras á Wembley síðan endurbyggður völlurinn opnaði 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×