Innlent

Kárahnjúkar: Kannað hvort staðið hafi verið við skilyrði

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur falið Umhverfisstofnun að kanna hvernig staðið hefur verið við þau skilyrði sem umhverfisráðuneytið setti í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar í desember 2001. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ábendingar hafi borist um að ekki hafi verið staðið við öll skilyrði sem sett hafi verið og þess vegna hafi ráðherra falið Umhverfisstofnun að kanna það sérstaklega.

Í úrskurði ráðuneytisins var fallist á framkvæmdina með 20 tölusettum skilyrðum sem var ætlað að draga úr umhverfisáhrifum virkjunarinnar. Framkvæmdaraðila var falið að sjá til þess að skilyrðunum yrði fullnægt. Rekstur virkjunarinnar hefur nú staðið í á þriðja ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×