Enski boltinn

Gerrard: Þessi þrjú stig geta gert kraftaverk fyrir félagið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var að vonum sáttur eftir 2-1 sigur á Blackburn í gær enda liðið að vinna sinn fyrsta leik í átta leikjum. Liverpool er enn í fallsæti en Gerrard segir að liðið eigi nú að geta hafið leið sína upp töfluna.

„Þessi þrjú stig geta gert kraftaverk fyrir félagið. Það var frábært fyrir Fernando að skora og líka að Joe Cole skyldi leggja markið upp. Við verðum að byggja ofan á frammistöðu okkar í síðustu tveimur leikjum og líta á þetta sem ferska byrjun," sagði Steven Gerrard í viðtali við heimasíðu Liverpool en það má sjá mörk Liverpool í leiknum með því að smella hér.

„Við erum ekki að fela okkur á bak við það sem hefur verið að gerast utan vallar hjá félaginu. Við erum í fallsæti af því að við höfum ekki verið nógu góðir. Það er auðvitað gott að málin séu leyst og að stuðningsmennirnir séu ánægðir," sagði Gerrard.

„Nú snýst þetta um það að ná mörgum góðum úrslitum í röð og við munum komast að því hvort við séum mennirnir í það. Takist það þá komumst við fljótt ofar í töflunni. Þrír eða fjórir sigrar í röð og við verðum komnir í á miklu betri stað," segir Gerrard og bætti við:

„Tímabilið er rétt að byrja og það er nóg af leikjum eftir," sagði Gerrard en næsti deildarleikur liðsins er á móti Bolton um næstu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×