Ekki að herma eftir neinum 30. september 2010 14:00 Syngur Elvis og Villa Vill Friðrik Ómar í Elvis-gírnum fyrr á árinu. Nú er að koma út plata og mynddiskur með efni frá tónleikunum. fréttablaðið/anton Friðrik Ómar heldur þrenna tónleika á Akureyri þar sem hann syngur lög Vilhjálms Vilhjálmssonar. Plata og mynddiskur með Elvis-tónleikum hans í Salnum eru einnig að koma út. Söngvarinn Friðrik Ómar hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Uppselt er á þrenna tónleika sem hann heldur um helgina í menningarhúsinu Hofi á Akureyri með lögum Vilhjálms Vilhjálmssonar. Auk þess kemur plata og mynddiskur með Elvis Presley-tónleikum hans í verslanir á föstudag. „Fyrir mér snúast þessi tvö verkefni um að halda stóra tónleika. Það er svo rosalega erfitt að vera með eitthvað á boðstólum sem fólk þekkir ekki og þetta eru tveir af mínum uppáhaldssöngvurum,“ segir Friðrik Ómar. Hann hefur haldið sextán Elvis-tónleika á undanförnum árum og alls hafa sex til sjö þúsund manns komið að horfa á. „Ég byrjaði á þeim 2005. Síðan er ég búinn að halda þá með reglulegu millibili en mestu törnina tók ég í Salnum,“ segir hann og á þar við hina vel heppnuðu tónleikaröð í byrjun ársins. Spurður hvort fólk vilji ekki frekar kaupa plötur og mynddiska með Elvis-sjálfum heldur en að kaupa hans útgáfu, viðurkennir Friðrik að ekkert komi í staðinn fyrir kónginn sjálfan. „En það er skemmtilegt að upplifa lögin flutt lifandi með flottum hljóðfæraleikurum. Ég er í hvorugu tilfellinu að herma eftir eða neitt þannig og er ekki í neinum búningum,“ segir hann og á þar líka við Villa Villa-verkefnið. „Ég er líka að segja fólki frá ýmsu sem gerðist á þeirra ferli, þannig að þetta er smá sögustund í leiðinni. Ég held líka að eftir svona tónleika fari margir og kaupi plöturnar þeirra.“ Friðrik hefur búið í Svíþjóð að undanförnu og líkar lífið þar mjög vel. „Það er búið að vera mjög fínt. Ég er kominn á fullt að taka upp lög eftir aðra og eftir mig,“ segir hann. „Ég er að kynnast bransanum og það tekur sinn tíma og ég er með báða fæturna á jörðinni. Þessi bransi er mjög fagmannlegur en það er mikil samkeppni líka. Fjórtán til fimmtán prósent af þjóðarframleiðslunni í Svíþjóð er tónlist, þannig að þetta er rosa stórt batterí þarna og mikilvægt, rétt eins og landbúnaðurinn hér heima,“ segir hann og hlær. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Friðrik Ómar heldur þrenna tónleika á Akureyri þar sem hann syngur lög Vilhjálms Vilhjálmssonar. Plata og mynddiskur með Elvis-tónleikum hans í Salnum eru einnig að koma út. Söngvarinn Friðrik Ómar hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Uppselt er á þrenna tónleika sem hann heldur um helgina í menningarhúsinu Hofi á Akureyri með lögum Vilhjálms Vilhjálmssonar. Auk þess kemur plata og mynddiskur með Elvis Presley-tónleikum hans í verslanir á föstudag. „Fyrir mér snúast þessi tvö verkefni um að halda stóra tónleika. Það er svo rosalega erfitt að vera með eitthvað á boðstólum sem fólk þekkir ekki og þetta eru tveir af mínum uppáhaldssöngvurum,“ segir Friðrik Ómar. Hann hefur haldið sextán Elvis-tónleika á undanförnum árum og alls hafa sex til sjö þúsund manns komið að horfa á. „Ég byrjaði á þeim 2005. Síðan er ég búinn að halda þá með reglulegu millibili en mestu törnina tók ég í Salnum,“ segir hann og á þar við hina vel heppnuðu tónleikaröð í byrjun ársins. Spurður hvort fólk vilji ekki frekar kaupa plötur og mynddiska með Elvis-sjálfum heldur en að kaupa hans útgáfu, viðurkennir Friðrik að ekkert komi í staðinn fyrir kónginn sjálfan. „En það er skemmtilegt að upplifa lögin flutt lifandi með flottum hljóðfæraleikurum. Ég er í hvorugu tilfellinu að herma eftir eða neitt þannig og er ekki í neinum búningum,“ segir hann og á þar líka við Villa Villa-verkefnið. „Ég er líka að segja fólki frá ýmsu sem gerðist á þeirra ferli, þannig að þetta er smá sögustund í leiðinni. Ég held líka að eftir svona tónleika fari margir og kaupi plöturnar þeirra.“ Friðrik hefur búið í Svíþjóð að undanförnu og líkar lífið þar mjög vel. „Það er búið að vera mjög fínt. Ég er kominn á fullt að taka upp lög eftir aðra og eftir mig,“ segir hann. „Ég er að kynnast bransanum og það tekur sinn tíma og ég er með báða fæturna á jörðinni. Þessi bransi er mjög fagmannlegur en það er mikil samkeppni líka. Fjórtán til fimmtán prósent af þjóðarframleiðslunni í Svíþjóð er tónlist, þannig að þetta er rosa stórt batterí þarna og mikilvægt, rétt eins og landbúnaðurinn hér heima,“ segir hann og hlær. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira