Enski boltinn

Ekki lengur Gudjohnsen heldur Pudjohnsen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það gengur afar hægt hjá Eiði Smára Guðjohnsen að koma sér í form þó svo hann hafi það að atvinnu að vera í formi og spila fótbolta. Tony Pulis, stjóri Stoke, segir að Eiður sé enn ekki kominn í nógu gott form.

Eiður hefur mátt þola margar háðsglósurnar í vetur vegna þyngdar sinnar og nú er byrjað að líkja honum við búðing. Hann er ekki kallaður Gudjohnsen lengur á Englandi heldur Pudjohnsen.

"Það er mjög mikilvægt að Eiður komist í sama form og hinir. Þegar maður semur við leikmann eins og Eið vill maður ólmur koma honum í liðið en þá verður hann að vera í formi," sagði Pulis við Daily Express.

"Við vonumst til þess að hann verði lykilmaður hjá okkur því hann er dýr á fóðrum. Vigtin er enn að stríða honum og hann er ekki eins léttur og við viljum hafa hann. Menn verða að vera 100 prósent fyrir úrvalsdeildina."

Stoke spilar gegn Blackburn í dag og Eiður verður á tréverkinu sem fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×