Enski boltinn

Joe Hart tilbúinn að fara á láni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Joe Hart ætlar sér ekki að verða varamaður.
Joe Hart ætlar sér ekki að verða varamaður.

Markvörðurinn Joe Hart ætlar sér ekki að verma tréverkið á komandi tímabili. Hann berst nú við Shay Given um aðalmarkvarðarstöðu Manchester City.

Hart lék frábærlega á síðasta tímabili með Birmingham þar sem hann var á lánssamningi frá City. Svo gæti farið að hann verði aftur lánaður í vetur, hann sjálfur er allavega tilbúinn fyrir það.

„Nú hef ég mikið fengið að spila og ég ætla mér ekki að vera varamarkvörður. Ef ég fæ ekki að spila þá vil ég fara eitthvert á láni," sagði Hart í viðtali eftir æfingaleik City í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×