Umfjöllun: Fylkir eyðilagði partýið á Selfossi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. maí 2010 18:34 Mynd/Valli Það var mikil stemning á gervigrasinu á Selfossi í kvöld er fyrsti úrvalsdeildarleikurinn í fótbolta var spilaður í bænum. Áhorfendur fjölmenntu á völlinn og létu vel í sér heyra strax frá upphafi. Það dugði ekki til því Fylkir vann leikinn, 1-3. Heimamenn mættu grimmir til leiks og létu vel finna fyrir sér strax í upphafi. Sóknarleikur þeirra var þó einhæfur og endalausar stungusendingar á Sævar Þór voru ekki að skila neinu. Fylkir náði fljótt yfirhöndinni á miðjunni og smám saman jókst pressan að marki heimamanna. Fylkir fékk þrjú fín færi í fyrri hálfleik en í öll skiptin sá Jóhann Ólafur í marki Selfoss við gestunum. Það var markalaust í leikhléi, staða sem heimamenn sættu sig vel við. Það var liðin rétt rúm mínúta af síðari hálfleik er Ólafur Stígsson kom Fylki yfir með laglegu skoti. Markið eins og blaut tuska í andlit heimamanna. Það kom miklu meiri ró yfir Fylkisliðið í kjölfar marksins. Meira öryggi í þeirra leik og þeir stýrðu leiknum algjörlega. Pape sást einu sinni i leiknum og það var þegar hann kom Fylki í 0-2. Jóhann Ólafur missti þá boltann en engin leið var að sjá hvort á honum hefði verið brotið þar sem útsýnið úr blaðamannaskúrnum var skelfilegt. Margir Selfyssingar voru þó ósáttir við að markið fengi að standa. Það var ekkert sem benti til þess að Selfoss myndi hleypa leiknum upp er Sævar Þór fékk loksins stungusendingu sem náði í gegn. Hann kláraði færið en Fjalar var ekki fjarri því að verja. 20 mínútur eftir og smá von fyrir heimamenn. Þeir reyndu að gera usla í vörn Fylkis en vantaði allan slagkraft og gæði til þess að ógna sterkri Fylksivörninni. Jóhann Þórhallsson innsiglaði svo sigurinn með smekklegu marki í blálokin. Selfoss sýndi í þessum leik að það er fín samheldni og baráttandi í liðinu. Jóhann Ólafur er mjög frambærilegur markvörður og miðverðirnir sterkir. Bakverðirnir eru aftur á móti veikir. Miðjumennirnir Henning og Jón voru ágætir og sjá mátti á Guðmundi Þórarinssyni að þar fer lipur leikmaður en hann komst samt lítt áleiðis í kvöld. Hinn síungi Sævar Gíslason var síðan ótrúlega duglegur og hljóp af fullum krafti á við góðan víðavangshlaupara. Af honum má aldrei líta. Fylkisliðið var ágætt í kvöld. Miðverðir sterkir sem og Tómas bakvörður. Miðjumennirnir drjúgur og Ingimundur virkilega sprækur og ávallt hættulegur. Albert átti spretti en Pape var ekki með í þessum leik. Hann skoraði þó sem er eitthvað sem honum tókst vart að gera í fyrra. Selfoss-Fylkir 1-3 (0-0)0-1 Ólafur Stígsson (47.) 0-2 Pape Mamadou Faye (56.) 1-2 Sævar Þór Gíslason (69.) 1-3 Jóhann Þórhallsson (90.) Dómari: Magnús Þórisson 7.Áhorfendur: 1.412. Skot (á mark): 7-17 (2-9)Varin skot: Jóhann 7 - Fjalar 1Horn: 3-5Aukaspyrnur fengnar: 12-7Rangstöður: 2-3 Selfoss (4-3-3) Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 Andri Freyr Björnsson 4 (87., Ingólfur Þórarinsson -) Agnar Bragi Magnússon 5 Stefán Ragnar Guðlaugsson 5 Kjartan Sigurðsson 4 Jón Guðbrandsson 6 (64., Ingi Rafn Ingibergsson 5) Henning Jónasson 5 Guðmundur Þórarinsson 5 Davíð Birgisson 3 (64., Arilíus Marteinsson 4) Jón Daði Böðvarsson 3 Sævar Þór Gíslason 7 Fylkir (4-3-3)Fjalar Þorgeirsson 5 Andrés Már Jóhannesson 6 Kristján Valdimarsson 7 Einar Pétursson 7 Tómas Joð Þorsteinsson 7 Valur Fannar Gíslason 6 Ólafur Ingi Stígsson 7 (72., Ásgeir Arnþórsson -) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6Ingimundur Níels Óskarsson 7 - ML Pape Mamadou Faye 5 (64., Jóhann Þórhallsson 7) Albert Brynjar Ingason 6 (87., Þór Hannesson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Selfoss - Fylkir. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sævar Þór: Draumur rættist hjá mér í dag Gamla brýnið Sævar Þór Gíslason, leikmaður Selfoss, átti lipra spretti með uppeldisfélagi sínu í kvöld er það lék sinn fyrsta leik í efstu deild. Sævar skoraði þess utan fyrsta mark félagsins í efstu deild. 11. maí 2010 21:47 Ólafur Stígsson: Vonandi það sem koma skal Ólafur Ingi Stígsson, leikmaður Fylkis, reif óvænt fram skóna á dögunum og það var ekki hægt að sjá á leik hans í gær því hann spilaði ágætlega og skoraði þess utan eitt mark. 11. maí 2010 21:50 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira
Það var mikil stemning á gervigrasinu á Selfossi í kvöld er fyrsti úrvalsdeildarleikurinn í fótbolta var spilaður í bænum. Áhorfendur fjölmenntu á völlinn og létu vel í sér heyra strax frá upphafi. Það dugði ekki til því Fylkir vann leikinn, 1-3. Heimamenn mættu grimmir til leiks og létu vel finna fyrir sér strax í upphafi. Sóknarleikur þeirra var þó einhæfur og endalausar stungusendingar á Sævar Þór voru ekki að skila neinu. Fylkir náði fljótt yfirhöndinni á miðjunni og smám saman jókst pressan að marki heimamanna. Fylkir fékk þrjú fín færi í fyrri hálfleik en í öll skiptin sá Jóhann Ólafur í marki Selfoss við gestunum. Það var markalaust í leikhléi, staða sem heimamenn sættu sig vel við. Það var liðin rétt rúm mínúta af síðari hálfleik er Ólafur Stígsson kom Fylki yfir með laglegu skoti. Markið eins og blaut tuska í andlit heimamanna. Það kom miklu meiri ró yfir Fylkisliðið í kjölfar marksins. Meira öryggi í þeirra leik og þeir stýrðu leiknum algjörlega. Pape sást einu sinni i leiknum og það var þegar hann kom Fylki í 0-2. Jóhann Ólafur missti þá boltann en engin leið var að sjá hvort á honum hefði verið brotið þar sem útsýnið úr blaðamannaskúrnum var skelfilegt. Margir Selfyssingar voru þó ósáttir við að markið fengi að standa. Það var ekkert sem benti til þess að Selfoss myndi hleypa leiknum upp er Sævar Þór fékk loksins stungusendingu sem náði í gegn. Hann kláraði færið en Fjalar var ekki fjarri því að verja. 20 mínútur eftir og smá von fyrir heimamenn. Þeir reyndu að gera usla í vörn Fylkis en vantaði allan slagkraft og gæði til þess að ógna sterkri Fylksivörninni. Jóhann Þórhallsson innsiglaði svo sigurinn með smekklegu marki í blálokin. Selfoss sýndi í þessum leik að það er fín samheldni og baráttandi í liðinu. Jóhann Ólafur er mjög frambærilegur markvörður og miðverðirnir sterkir. Bakverðirnir eru aftur á móti veikir. Miðjumennirnir Henning og Jón voru ágætir og sjá mátti á Guðmundi Þórarinssyni að þar fer lipur leikmaður en hann komst samt lítt áleiðis í kvöld. Hinn síungi Sævar Gíslason var síðan ótrúlega duglegur og hljóp af fullum krafti á við góðan víðavangshlaupara. Af honum má aldrei líta. Fylkisliðið var ágætt í kvöld. Miðverðir sterkir sem og Tómas bakvörður. Miðjumennirnir drjúgur og Ingimundur virkilega sprækur og ávallt hættulegur. Albert átti spretti en Pape var ekki með í þessum leik. Hann skoraði þó sem er eitthvað sem honum tókst vart að gera í fyrra. Selfoss-Fylkir 1-3 (0-0)0-1 Ólafur Stígsson (47.) 0-2 Pape Mamadou Faye (56.) 1-2 Sævar Þór Gíslason (69.) 1-3 Jóhann Þórhallsson (90.) Dómari: Magnús Þórisson 7.Áhorfendur: 1.412. Skot (á mark): 7-17 (2-9)Varin skot: Jóhann 7 - Fjalar 1Horn: 3-5Aukaspyrnur fengnar: 12-7Rangstöður: 2-3 Selfoss (4-3-3) Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 Andri Freyr Björnsson 4 (87., Ingólfur Þórarinsson -) Agnar Bragi Magnússon 5 Stefán Ragnar Guðlaugsson 5 Kjartan Sigurðsson 4 Jón Guðbrandsson 6 (64., Ingi Rafn Ingibergsson 5) Henning Jónasson 5 Guðmundur Þórarinsson 5 Davíð Birgisson 3 (64., Arilíus Marteinsson 4) Jón Daði Böðvarsson 3 Sævar Þór Gíslason 7 Fylkir (4-3-3)Fjalar Þorgeirsson 5 Andrés Már Jóhannesson 6 Kristján Valdimarsson 7 Einar Pétursson 7 Tómas Joð Þorsteinsson 7 Valur Fannar Gíslason 6 Ólafur Ingi Stígsson 7 (72., Ásgeir Arnþórsson -) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6Ingimundur Níels Óskarsson 7 - ML Pape Mamadou Faye 5 (64., Jóhann Þórhallsson 7) Albert Brynjar Ingason 6 (87., Þór Hannesson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Selfoss - Fylkir.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sævar Þór: Draumur rættist hjá mér í dag Gamla brýnið Sævar Þór Gíslason, leikmaður Selfoss, átti lipra spretti með uppeldisfélagi sínu í kvöld er það lék sinn fyrsta leik í efstu deild. Sævar skoraði þess utan fyrsta mark félagsins í efstu deild. 11. maí 2010 21:47 Ólafur Stígsson: Vonandi það sem koma skal Ólafur Ingi Stígsson, leikmaður Fylkis, reif óvænt fram skóna á dögunum og það var ekki hægt að sjá á leik hans í gær því hann spilaði ágætlega og skoraði þess utan eitt mark. 11. maí 2010 21:50 Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira
Sævar Þór: Draumur rættist hjá mér í dag Gamla brýnið Sævar Þór Gíslason, leikmaður Selfoss, átti lipra spretti með uppeldisfélagi sínu í kvöld er það lék sinn fyrsta leik í efstu deild. Sævar skoraði þess utan fyrsta mark félagsins í efstu deild. 11. maí 2010 21:47
Ólafur Stígsson: Vonandi það sem koma skal Ólafur Ingi Stígsson, leikmaður Fylkis, reif óvænt fram skóna á dögunum og það var ekki hægt að sjá á leik hans í gær því hann spilaði ágætlega og skoraði þess utan eitt mark. 11. maí 2010 21:50