Enski boltinn

Jafntefli í Íslendingaslag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heiðar og félagar í Watford töpuðu í kvöld.
Heiðar og félagar í Watford töpuðu í kvöld.

Þrjú Íslendingalið voru á ferðinni í ensku B-deildinni í kvöld og þar af mættust tvö þeirra innbyrðis. Það voru Plymouth og Barnsley en þeim leik lauk með markalausu jafntefli.

Kári Árnason lék ekki með Plymouth vegna meiðsla en Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Barnsley í kvöld.

Plymouth eftir leikinn í næstneðsta sæti deildarinnar en Barnsley siglir lygnan sjó í 14. sæti.

Heiðar Helguson og félagar töpuðu síðan 1-3 á heimavelli gegn Crystal Palace. Heiðar spilaði allan leikinn fyrir Watford.

Heiðar og félagar eru í sætinu fyrir ofan fallsæti og baráttunni því alls ekki lokið hjá þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×