Enski boltinn

Owen Hargreaves með United á móti West Brom um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Owen Hargreaves.
Owen Hargreaves. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það lítur allt út fyrir að Owen Hargreaves spili sinn fyrsta leik með Manchester United í langan tíma þegar liðið mætir West Brom í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Hargreaves hefur ekki byrjað leik síðan í september 2008 vegna krónískra hnémeiðsla.

„Owen ætti að geta spilað eitthvað á sunnudaginn. Sjúkraþjálfarinn okkar er búinn að vinna náið með þjálfunum að endurhæfingu leikmannsins," sagði Richard Steadman, bandaríski skurðlæknirinn, sem hefur haft umsjón með hnémeiðslum Owen Hargreaves.

Owen Hargreaves kom við sögu í þrjár mínútur í leik United í maí og það bjuggust allir við að hann myndi vera orðinn góður þegar þetta tímabil hófst. Hann varð hinsvegar fyrir bakslagi í sumar og þurfti að fara aftur til Steadman sem hefur aðsetur í Colorado í Bandaríkjunum.

„Þetta er búin að vera löng leið hjá honum til baka og hann hefur lent í nokkrum bakslögum á leiðinni. Það er samt ekki hægt en að virða Owen fyrir hvernig hann hefur tekist á við mótlætið. Hann hefur unnið vel og hefur aldrei gefist upp. Þetta lítur vel út fyrir hann núna," sagði Richard Steadman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×