Enski boltinn

Mótmælt fyrir utan heimili Rooney

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lögreglan var kölluð að heimili Wayne Rooney eftur að um 30 manns mættu þangað til þess að mótmæla því að hann ætlaði að yfirgefa Man. Utd.

Þegar lögreglan mætti á svæðið lét hópurinn sig hverfa á brott og ekki urðu frekari eftirmálar.

Rooney hefur líklega ekki séð mótmælendurna þar sem stór öryggisgirðing er í kringum heimili hans. Þeir hafa þó augljóslega látið það vel í sér heyra að hann hefur hringt á lögregluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×