Fótbolti

Maradona boðinn nýr samningur hjá Argentínu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Maradona.
Maradona. AFP
Diego Maradona verður boðinn nýr samningur hjá argentínska knattspyrnusambandinu framyfir HM 2014.

Mótið verður þá í Suður-Ameríku, hjá erkifjendunum í Brasilíu. Ánægja er með störf Maradona sem kom liðinu í átta liða úrslit á HM þar sem það mætti ofjörlum sínum í Þýskalandi.

Maradona hafði áður ýjað að því að hann myndi hætta með liðið en forseti sambandsins mun funda með stjóranum í næstu viku.

Á BBC segir að þar verði Maradona boðinn samningurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×