Enski boltinn

Laws: Hallaði á okkur í dómgæslunni - myndband

Elvar Geir Magnússon skrifar
Stuðningsmenn Burnley slást við lögreglumenn í grannaslagnum gegn Blackburn í dag.
Stuðningsmenn Burnley slást við lögreglumenn í grannaslagnum gegn Blackburn í dag.

Brian Laws, knattspyrnustjóri Burnley, ásakar Martin Olsson um leikaraskap þegar hann krækti í vítaspyrnu fyrir Blackburn í dag. Blackburn skoraði úr vítinu og vann leikinn 1-0.

„Þetta var klárlega ekki vítaspyrna. Olsson tók dýfu og dómarinn tók ákvörðun illa staðsettur. Þetta var harður dómur og gerði brekkuna bratta fyrir okkur," sagði Laws.

„Það voru ekki margar ákvarðanir dómarans í dag sem gátu glatt okkur. Það hallaði á okkur. Við viljum sjá heiðarleika og við viljum sjá dómarann taka réttar ákvarðanir."

Burnley er í fallsæti en illa hefur gengið hjá liðinu að undanförnu. „Er þessu lokið? Nei þessu er ekki lokið. Taflan segir að þetta sé ekki búið þó við þurfum að vinna þrjá til fjóra leiki til að komast úr þessum pakka," sagði Laws.

Smelltu hér til að sjá það helsta úr leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×