Enski boltinn

Ben-Haim á leið til West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tal Ben-Haim í leik með Portmouth.
Tal Ben-Haim í leik með Portmouth. Nordic Photos / Getty Images

Steve Cotterill, knattspyrnustjóri Portsmouth, segir að varnarmaðurinn Tal Ben-Haim sé á leið til West Ham.

Enskir fjölmiðlar greindu frá því í síðasta mánuði að þetta stæði til en enn á eftir að staðfesta félagaskiptin.

Avram Grant fór í vor frá Portsmouth og tók við þjálfun West Ham og mun því Ben-Haim fylgja honum en báðir eru Ísraelsmenn.

En illa hefur gengið að ganga frá samningum og telur Cotterill að það sé vegna samnings Ben-Haim um kaup og kjör hjá West Ham.

„Mér finnst þetta leitt fyrir hans hönd. En ég held að þetta sé að koma hjá honum þrátt fyrir allt," sagði Cotterill við enska fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×