Enski boltinn

Börsungar segjast engin loforð hafa gefið

Elvar Geir Magnússon skrifar

Txiki Begiristain, yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, hefur neitað þeim fréttum að félagið hafi gefið Arsenal loforð um að bjóða ekki í Cesc Fabregas á komandi sumri.

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, sagði í gær að Börsungar hafi fullyrt að þeir hefðu ekki áhuga á Fabregas sem stendur.

„Við höfum aldrei sagt að við ætluðum ekki að kaupa Cesc Fabregas. Ef við teljum hann styrkja liðið þá munum við reyna að fá hann," sagði Begiristain við AS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×