Enski boltinn

Gerrard: Liverpool er á uppleið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard og Joe Cole.
Steven Gerrard og Joe Cole. Nordic Photos / Getty Images
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, telur að liðið sé á uppleið þrátt fyrir 3-2 tap fyrir Manchester United um helgina.

Steven Gerrard segir að það taki tíma fyrir Roy Hodgson, sem tók við Liverpool í sumar, þurfi tíma til að koma sínum áherslum að í liðinu.

„Við höfum verið að bæta okkur og frammistaða okkar í gær var mjög góð," sagði Gerrard.

„Ef við spilum svona í hverri viku munum við vinna flest lið deildarinnar. Við bara mættum í gær manni sem var í formi," sagði hann og átti þar við Dimitar Berbatov sem skoraði öll mörk United í leiknum.

„Þegar maður spilar á Old Trafford er mikilvægt að halda boltanum frá United. Annars stjórnar liðið leiknum og skorar í hvert skipti sem það sækir."

„Við héldum boltanum frá þeim og mér fannst það ganga ágætlega hjá okkur að láta boltann ganga. Við skoruðum tvö mörk en það var ekki nóg," sagði Gerrard sem skoraði bæði mörk Liverpool í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×