Enski boltinn

Javier Hernandez var næstum því hættur í fótbolta árið 2009

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javier Hernandez.
Javier Hernandez. Mynd/AP
Javier Hernandez er nýjasta stjarnan á Old Trafford eftir að hafa tryggt Manchester United sigur í síðustu tveimur leikjum og skorað sex mörk í fyrstu ellefu leikjum sínum með United. Faðir Javier Hernandez sagði The Sun frá því að hann strákurinn hafi næstum því valið viðskiptanám yfir fótboltann fyrir tveimur árum.

Það gekk ekkert upp hjá Javier Hernandez fyrir framan markið með Guadalajara-liðinu árið 2009. Hann var þá ekki búinn að skora í tvö ár og var farinn að íhuga að einbeita sér frekar að háskólanáminu þar sem hann fann sig vel í viðskiptatímunum.

„Hann var efast um að hann gæti spilað í efstu deild en ég sagði honum bara að sýna þolinmæði því hann væri bara ungur og óþreyjufullur," sagði Javier Hernandez eldri sem lék sjálfur með mexíkanska landsliðinu á HM 1986. Afi Javier Hernandez kom líka að því að sannfæra strákinn um að halda áfram í fótboltanum.

„Ég bjóst aldrei við að hann yrði atvinnumaður þegar hann var stráklingur en svo fór hann að þroskast um fimmtán ára aldurinn og þá sá maður möguleikana opnast," sagði faðir Javier Hernandez.

Javier Hernandez skoraði "bara" 8 mörk í 52 fyrstu leikjum sínum með Guadalajara en skoraði síðan 21 mörk í 28 leikjum á síðasta tímabili sínu með Guadalajara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×