Íslenski boltinn

Blikar komu til baka og unnu Hauka

Fréttablaðið/Valli

Breiðablik vann 4-2 sigur á Haukum í Pepsi deild karla í kvöld. Leikurinn var mjög opinn og fjörugur eins og tölurnar gefa til kynna.

Blikar komust yfir en Haukar skoruðu svo tvö mörk í röð. Þar komust þeir yfir í fyrsta sinn í sumar.

Blikar náðu aftur á móti að skora þrívegis fyrir leikslok og tryggja sér stigin þrjú.

Nánari umfjöllun um leikinn ásamt viðtölum koma inn á Vísi síðar í kvöld.

Fylgst var með leiknum á Boltavaktinni, www.visir.is/boltavakt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×