Enski boltinn

Gordon Strachan rekinn frá Middlesbrough

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gordon Strachan.
Gordon Strachan. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gordon Strachan hefur stjórnað sínum síðasta leik hjá Middlesbrough í ensku b-deildinni en hann var rekinn í dag í kjölfarið á 1-2 tapi á heimavelli á móti Leeds um helgina.

Middlesbrough er í 20. sæti í ensku b-deildinni en liðið hefur tapað sex af fyrstu ellefu leikjum á tímabilinu. Það er ekki ljóst hver muni stjórna liðinu á móti Nottingham Forest á morgun.

Gordon Strachan tók við Middlesbrough af Gareth Southgate í október 2009 en liðið vann aðeins 13 af 46 leikjum undir hans stjórn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×