Innlent

Hæstiréttur sýknaði ríkið af kröfum Ölfuss

Gjafsóknarkostnaður stefnanda, íslenska ríkinu, greiðist úr ríkissjóði.
Gjafsóknarkostnaður stefnanda, íslenska ríkinu, greiðist úr ríkissjóði.
Hæstiréttur sýknaði íslenska ríkið af kröfum sveitafélagsins Ölfuss.

Sveitafélagið höfðaði mál gegn íslenska ríkinu og krafðist þess að felldur yrði úr gildi úrskurður óbyggðanefndar 31. maí 2006, en þar var kveðið á um að Selvogs- og Ölfusafréttur væri þjóðlenda innan nánar tilgreindra marka. Þá krafðist sveitafélagið viðurkenningar á því að þetta landsvæði væri háð beinum eignarrétti hans.

Gögn málsins þóttu veita því enga stoð að beinn eignarréttur, sem gæti hafa við landnám stofnast yfir þessu landi, hefði færst til Ölfuss eða annarra, heldur aðeins afnotaréttindi, sem fylgja jörðum á afrétti, segir í dómi Hæstaréttar.

Málskostnaður fellur niður.

Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Torfa Ragnars Sigurðssonar hdl., 850.000 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×