Enski boltinn

Tevez vildi fá Rooney til City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez. Nordic Photos / Getty Images

Carlos Tevez segir að hann hefði gjarnan viljað fá Wayne Rooney til Manchester City þegar það leit út fyrir að sá síðarnefndi myndi fara frá Manchester United. Þessi lið mætast einmitt í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.

Tevez fór frá United og til City sumarið 2008 og hefur verið lykilmaður hjá City síðan þá.

Rooney var orðaður við City í síðasta mánuði en skrifaði svo undir nýjan fimm ára samning við United. Hann hefur verið frá vegna meiðsla og mun ekki spila í leiknum á morgun.

„Wayne er afar hæfileikaríkur leikmaður," sagði Tevez við enska fjölmiðla. „Hann var liðsfélagi minn og vinur hjá United og einn af þeim sem er betra að hafa með sér í liði en í liði andstæðingsins."

„Mér finnst hann vera besti framherjinn sem England hefur átt undanfarin ár. Ég hefði gjarnan viljað fá hann hingað en það hefði verið flókið fyrir hann að fara frá United. Við verðum því að einbeita okkur að okkar leik."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×