Enski boltinn

Carragher skoraði viljandi sjálfsmark í eigin góðgerðarleik

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Michael Owen í Liverpool-treyjunni í dag.
Michael Owen í Liverpool-treyjunni í dag. GettyImages
Jamie Carragher skoraði bæði sjálfsmark og í rétt mark í góðgerðarleik sínum í dag. Liverpool lék gegn Everton og vann 4-1.

Carragher skorðu úr víti eftir að Luis Garcia hafði komið Liverpool yfir. Joe Cole skoraði næst og loks Nathan Ecclestone.

Yakubu var að fara að taka víti fyrir Everton þegar Carragher hljóp að boltanum og þrumaði honum í eigið net, áhorfendum til mikillar gleði. Carragher hefur jú skorað nokkur sjálfsmörk um ævina.

Yfir 35 þúsund manns mættu á Anfield en allan ágóða lætur Carragher renna til góðgerðarmála.

Emile Heskey og Michael Owen leiddu sókn Liverpool til að byrja með og Steven Gerrard spilaði fyrstu 10 mínúturnar. Garcia spilaði líka ásamt Jerzy Dudek.

Hér fyrir neðan má sjá leikmenn liðanna í dag.

Liverpool XI: Jerzy Dudek, Stephen Wright, Steve Finnan, Stephen Warnock, Joe Cole, Steven Gerrard, Emile Heskey, Michael Owen, Luis Garcia, Jamie Carragher, Jay Spearing, Brad Jones, Paul Konchesky, Ryan Babel, Jonjo Shelvey, Andre Wisdom, Nathan Eccleston, Daniel Ayala, Gary McAllister, Suso, Raheem Sterling, Conor Coady, David Thompson, Jason McAteer.

Everton XI: Iain Turner, Tony Hibbert, Shane Duffy, Aristote Nsiala, Jose Baxter, Francis Jeffers, Luke Garbutt, Magaye Gueye, Leon Osman, Yakubu, Lee Carsley, Leighton Baines, James Wallace, Hope Akpan, Mikel Arteta, Nathan Craig, Adam Davies, James Vaughan, Jermaine Beckford, Zac Thompson, Ross Barkley.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×