Íslenski boltinn

Sölvi: Okkur tókst að sýna þolinmæði

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. Fréttablaðið/Pjetur

Sölvi Geir Ottesen átti flottan leik fyrir Ísland þegar liðið vann Andorra í vináttulandsleik sem fram fór á Laugardalsvelli 4-0.

„Við vissum að þeir myndu bakka vel niður og stundum er erfitt að brjóta niður svona vörn. En við töluðum um það fyrir leikinn að við þyrftum að sýna þolinmæði og okkur tókst það," sagði Sölvi.

Andorra gerði allt til að reyna að drepa leikinn og var meiraðsegja að tefja þegar liðið var lent 2-0 undir.

„Þegar þú mætir sterkari liðum notarðu öll brögð til að fá eitthvað út úr leiknum. Svona hefur sést hjá íslenska liðinu þegar það mætir stærri þjóðum, þá reynum við að láta tímann vinna með okkur."

Sölvi er sáttur við sína stöðu hjá landsliðinu. „Ég er mjög sáttur við hvernig þetta hefur þróast hjá mér undanfarið. Það skilar sínu þegar maður nær að standa sig vel með félagsliði sínu. Ég hef fengið lof frá þjálfaranum og finnst sem ég hafi náð að festa mig vel í sessi og er ánægður með það."

Sölvi er á mála hjá SönderjyskE í Svíþjóð en liðið náði með naumindum að halda sæti sínu í efstu deild þar í landi. Hann býst fastlega við því að yfirgefa félagið í sumar.

„Það er ekkert í gangi hjá mér eins og staðan er. Ég hef ekkert heyrt en býst við að eitthvað gerist í sumar. Klúbburinn vill selja mig og ég vill fara. Nú þarf bara að koma freistandi boð."














Fleiri fréttir

Sjá meira


×