Enski boltinn

Pienaar fer frítt frá Everton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

David Moyes, stjóri Everton, hefur játað sig sigraðan í baráttunni um að fá Steven Pienaar til þess að skrifa undir nýjan samning við félagið. Pienaar mun því fara frítt frá félaginu næsta sumar.

Samningstilboð Everton stendur þó fari svo að Pienaar snúist hugur.

"Ég hef lagt niður vopnin. Ég vissi að þetta færi svona þegar hann var ekki búinn að skrifa undir nýjan samning í sumar. Nú verður hann að spila vel svo hann fái góðan samning einhvers staðar næsta sumar," sagði Moyes.

Everton er ekki bara að missa leikmenn því Phil Jagielka ætlar að skrifa undir nýjan samning við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×