Fótbolti

Capello valdi fjóra nýja leikmenn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Andy Carroll er kominn í landsliðið.
Andy Carroll er kominn í landsliðið.

Það er talsvert af nýjum andlitum í enska landsliðshópnum sem mun mæta Frökkum í vináttulandsleik í næstu viku. Jay Bothroyd, Chris Smalling, Andy Carroll og Jordan Henderson koma allir nýir inn í hópinn hjá Fabio Capello.

Landsliðsþjálfarinn lýsti því yfir fyrir nokkru að hann ætlaði sér að nota þennan leik til þess að skoða nýja menn og ætlar að standa við það.

Það kom ekki sérstaklega á óvart að hann skyldi velja Carroll og Henderson í hópinn en valið á Bothroyd og Smalling kom á óvart. Bothroyd spilar í B-deildinni og Smalling fær litið að spila hjá Man. Utd.

Enski hópurinn:

Markverðir: Foster (Birmingham), Hart (Man City), Green (West Ham)

Varnarmenn: Gibbs (Arsenal), Cole (Chelsea), Terry (Chelsea), Jagielka (Everton), Lescott (Man City), Richards (Man City), Ferdinand (Man Utd), Smalling (Man Utd)

Miðjumenn: Walcott (Arsenal), Wilshere (Arsenal), Young (Aston Villa), Gerrard (Liverpool), Barry (Man City), Johnson (Man City), Milner (Man City), Henderson (Sunderland)

Framherjar: Agbonlahor (Aston Villa), Bothroyd (Cardiff), Carroll (Newcastle), Crouch (Tottenham)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×