Enski boltinn

Bruce dreymir um að kaupa lánsmennina Onuoha og Welbeck

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nedum Onuoha og Danny Welbeck fagna saman sigrinum á Chelsea í gær.
Nedum Onuoha og Danny Welbeck fagna saman sigrinum á Chelsea í gær. Mynd/Nordic Photos/Getty
Steve Bruce, stjóri Sunderland, vonast til þess að geta haldið lánsmönnunum Nedum Onuoha og Danny Welbeck sem eru í láni frá Manchester-liðunum, Onuoha frá City og Welbeck frá United.

Þeir Nedum Onuoha og Danny Welbeck skoruðu báðir í mjög svo óvæntum 3-0 sigri Sunderland á Chelsea á Stamford Bridge í gær. Þessi frammistaða gæti hækkað verðmiðann á þessum leikmönnum og Bruce viðurkennir að þeir gætu verið of dýrir fyrir Sunderland.

„Það sorglega fyrir mig er hvað það mun kosta mikið að kaupa þá. Þeir eru tveir lánsmenn sem hafa staðið sig frábærlega hjá okkur. Þeir eiga nóg eftir og ég myndi vilja halda þeim," sagði Steve Bruce.

„Við höfum þá í eitt ár og við munum ræða við félögin þeirra þegar líður að lokum lánssamningsins. Þeir eru einmitt leikmenn sem við erum að leita að, ungir, orkumiklir og leikmenn sem vilja umfram allt fá að spila," sagði Bruce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×