Fótbolti

Palli búinn að spá: Spánn verður heimsmeistari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Palli var fljótur að spá Spánverjum sigri í dag.
Palli var fljótur að spá Spánverjum sigri í dag.

Frægasta dýr veraldar í dag er klárlega kolkrabbinn Paul. Hann hefur verið ótrúlega getspakur hingað til á HM og því beið heimsbyggðin spennt eftir því að sjá spá hans fyrir úrslitaleik HM.

Sem fyrr voru sett matarbúr ofan í vatnstankinn hjá Palla. Annað hólfið með fána Spánar og hitt með fána Hollands. Palli var ekki að eyða neinum tíma í vitleysu að þessu sinni og óð beint í Spánarkassann. Það veit á gott fyrir Spánverja.

Paul spáði einnig fyrir um bronsleikinn og þar vill Palli meina að Þýskaland vinni Úrúgvæ.

Þó svo Palli spái Spánverjum sigri er ekki öll nótt úti enn hjá Hollendingum. Hann er nefnilega frægur fyrir að klikka á ögurstundu.

Palli hefur aðeins einu sinni giskað vitlaust og það var fyrir úrslitaleik EM 2008. Þá spáði Palli Þjóðverjum sigri á Spáni en Spánverjar unnu þann leik eins og flestir ættu að vita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×